Upprifjunarhátíð - Miðkvíslar-sprenging

 

Fjörutíu ár verða liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu 25. ágúst  næstkomandi.

 

Hátíðahöld verða í Mývatnssveit til að minnast þessara merku tímamóta í umhverfisvernd. Þau hefjast með athöfn í Helgey við Miðkvísl kl. 18.00 á miðvikudaginn (Ekið hjá Geirastöðum - af Mývatnsvegi nyrðri). Þar verður afhjúpaður minnisvarði um stíflurofið, einn sprengjumanna ávarpar samkomuna og kirkjukór sveitarinnar syngur. 

Að þessari athöfn lokinni heldur hátíðin áfram í félagsheimilinu Skjólbrekku (kl.20:00) þar sem ungir og gamlir hittast, rifja atburði upp í myndum og máli og gleðjast saman.

Á þessa hátíðar- og baráttusamkomu eru allir verkomnir sem hafa áhuga á náttúruvernd og láta sig verndun Mývatns og Laxár varða.