Morgunkveđskapur

 

Minn ástsćli líflćknir Pétur Ingvi Pétursson hefur mikilvćga ábyrgđ gagnvart velferđ minni.   Hann lćtur sér líka annt um heilbrigđi mitt andlegt og líkamlegt og veitir óumbeđinn ráđ í margvíslegum siđferđilegum efnum.   Ég sé mig knúinn til ađ upplýsa ađ ég leita ekki teljandi pólitískrar ráđgjafar hjá Pétri en fć samt verulega leiđbeiningu međ daglegum bađferđum og nokkuđ reglubundnum söngćfingum međ lćkninum.

 

Ţegar ljóst var hvernig úrslit lögđust í prófkjörinu síđastliđinn laugardag fékk ég heimsendan hjúkrunarfrćđing (til áfallahjálpar – frá Pétri geri ég ráđ fyrir) og fljótlega á eftir SMS  međ vísu ţessarri;

Bullum var smalađ úr byggđ og fjöllum,

brattir menn gorta af klćkjum sínum.

Sá flokkur er horfinn heillum öllum,

sem hafnar Benedikt vini mínum.

                                    PP.04.11.2006

 

Sunnudagurinn leiđ nokkurn veginn ađgerđalaus – ég fékkst viđ ađ svara tölvupóstum og SMS-skilabođum  og dvaldi talsvert í símanum.    Tíđindalítiđ fyrir ţađ mesta enda ekkert útivistarveđur.

 

Í morgunsundinu á mánudag (í morgun) var mér  mćtt međ talsverđum dólgi af andmćlendum mínum og nokkrum stríđnismönnum.   Ţannig lét “grafarinn” eins og nú vćri komiđ ađ honum ađ annast um mín mál.  Gunni Lór hafđi ekki látiđ af sínum leiđindatóni og Óđinn eđalkratinn mórauđi var úti á Hjalteyri og greinilega genginn ţannig til liđs viđ ţá í Fjallabyggđ.

 

Pétur lćknir sá hvađ mér leiđ og flutti viđ “vatnsborđiđ” ţessa harmabót;

Jafnan hann sút úr sinni rekur,

sjaldan er neitt sem beygir hann.

Ósigrum Benzi allvel tekur,

Ţví ćfingin skapar meistarann.

                                    PP.06.11.2006

 

Var ţá deginum bjargađ – fyrir mér og vonandi einhverjum fleirum.    Ég er sem sagt orđinn fyrrverandi frambjóđandi – skammstafađ fv.frambj.