Benedikt Sigurđarson

Benedikt Sigurðarson sækist eftir 1. sætinu á lista Samfylkingarinnar í Alþingiskosningarnar 2007

Flýtilyklar

Fréttir

Haustminning

Úr sokkum og skóm

. . . lækurinn fellur skínandi tær milli ásanna 
Það er möl í botni og mosagrónir bakkar – lyng í hvömmum
Vatnið er kalt fyrir bera fætur þegar vaðið er yfir í haustkulinu

klæðir sig í sokkana og bregður á sig gúmmískónum
svo er hlaupið af stað á eftir styggu fénu

á meðan stefnan er rétt þarf ekki að hafa áhyggjur þó lítið dragi saman
enn langt í myrkur þó komið sé að veturnóttum . .

þrátt fyrir kulið verður drengurinn bæði sveittur og þyrstur
hann leggst niður við næsta læk og drekkur
þetta vatn sem er alltaf jafn dásamlega svalandi

- - -
Veit að ég á eftir að fara að minnsta kosti eina ferð enn í Lækina
Það verður aldrei of seint . . 
og gildir þá einu hvort finnast spor eftir gangandi mann

 
 

Til baka


Mynd augnabliksins

DCP_0007.JPG

Heimsóknir

Í dag: 207
Samtals: 1978837

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf