Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
-
Bensi er ekki alveg dauður úr öllum æðum
Í dag er 17. nóvember 2017. Fyrir ríflega 11 árum opnaði undirritaður þennan miðil - en hafði áður prófað að blogga á www.visir.is og á Moggablogginu.Líkaði það ekki allskostar og ákvað að prófa - um leið og þreifað var fyrir sér um framlínuþáttöku á vettvangi Samfylkingarinnar.ekki er neitt um það mál að segja; - nema sú sjóferð varð algerlega aflalaus og miklu meira en það.Síðan hefur undirritaður ýmislegt skrifað og skrafað út í alheiminn - með hjálp miðlanna. Síðast skrifað pistla á www.kvennabladid.is og á www.stundin.is og líka á þingeyska miðilinn www.641.is - þar sem margvísleg mál hafa verið reifuð.'Húsnæðismálin og málefndi neytendadrifins rekstrar - hafa nú samt líklega verið fyrirferðarmest - en ástríða og köllun af hálfu undirritaðs að sinna samdélagslegum málefnum - þar sem menn leggja saman til árangurs fyrir alla en hafna græðgistengdu braski þar sem einstaklingar hyggjast gera út á hagsmuni allra hinna.Umfram allt hefur staðið úr mér bunan í bókstaflegri merkingu á Facebook . . . með alls konar efnislegri tjáningu - kerskni og stríðni í bland65 ára hvítur karl - i tiltölulega góðu formi fram á þennan dag - er ekki sérlega spennandi viðmælandi um þjóðmálin og þarfaþing nútímans - - og þess vegna opnar maður sjálfur sinn eigin miðil og nýtur þess að tala "upp í vindinn" . . og á eigin ábyrgð.<Ef vindurinn blæs þannig eða leiði leggur - þá kynnu einhverjir að heyra og jafnvel leggja við hlustir. Þess vegna eru enn heitingar um að halda áfram að tjá sig . . hvergi banginn því loksins er svo komið að frekir hagsmunaaðilar geta ekki ógnað tilveru svo gamals manns - sem getur sjálfur tekið sín takmörkuðu eftirlaun á meðan heilsa og líf leyfir manni.Lífið er dásamlegt - á meðan það endist og við getum ráðið einhverju og framvindunaSjáumst og heyrumstBensi
Leit
Nýtt á vefnum
Heimsóknir
Í dag: 623
Samtals: 1889195
Samtals: 1889195